Iðntölvur og skjámyndir - Kælitækni

NámsgreinRI PLC2003
Önn20241
Einingar6
Skylda

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararRI PLC1003, Iðntölvustýringar
SkipulagKennt í fjarnámi í 15 vikur.
Kennari
Gísli Freyr Þorsteinsson
Theodór Jónsson
Lýsing
Á námskeiðinu verður farið í stærri iðntölvur og forritun á þeim. Farið verður yfir bæði snertiskjái og skjámyndakerfi og samskipti þeirra við mismunandi gerðir af iðntölvum.
Farið verður yfir grunnatriðin í kælitækni og uppbyggingu kælikerfa.
Námsmarkmið
Þekking
Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa þekkingu á:
•    stærri iðntölvum og búnaði þeim tengdum
•    mismunandi samskiptastöðlum iðntölva
•    snertiskjáum og notkunarmöguleikum þeirra
•    skjámyndakerfum og notkunarmöguleikum þeirra
•    virkni algengra kælikerfa

Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa leikni í:
•    forritun á stærri iðnstýrikerfum
•    vali á iðntölvum og helstu gerðum inn- og útgangseininga
•    gerð skjámynda fyrir snertiskjái og/eða skjámyndakerfi

Hæfni
Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa hæfni:
•    til að samtengja iðntölvur og skjámyndir á hagnýtan hátt
•    til að hanna meðalstór iðnstýrikerfi frá grunni

Námsmat
3 klst. skriflegt próf. Verklegar æfingar og mat á skýrslum úr þeim.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Leiðbeiningar frá kennara, glærur, hljóðglærur, vekefnaskil, tvær staðarlotur, umræðuþræðir.
TungumálÍslenska